SCIENCE14/06/2025

Við Kynnum A1 – Hreyfifræðin á bak við Alendis SmartHorse

Við Kynnum A1 – Hreyfifræðin á bak við Alendis SmartHorse

Eftir þriggja ára þróun kynnir Alendis með A1 — okkar fyrstu útgáfu af gervigreindarlíkaninu sem knýr SmartHorse, vörulínu sem umbreytir því hvernig knapar, þjálfarar og ræktendur nálgast gang-greiningum.

A1 var þróað í nánu samstarfi við knapa, dómara og dýralækna og markar grundvallarskref í þeirri stefnu okkar að sameina hefðir og nútímatækni í rauntíma.

Úr símaupptökum í nákvæmar greiningar

SmartHorse, knúið af A1, breytir myndbandi af hesti í bíómekaníska greiningu. Í okkar fyrstu útgáfu erum við með stuðning við tölt og greinir kerfið sjálfkrafa tölt-kafla, greinir skrefa-hringinn og reiknar mikilvæga tölfræði eins og:

  • LAP (Lateral Advanced Placement) ~25% = fullkominn taktur á tölti <25% = skeiðborið tölt >25% = klárgengt tölt
  • Taktsamhæfni — greinir hliðstæðurnar og líka smávægileg frávik í takti
  • Skrefatíðni — mælir tíðni skrefa við mismunandi hraða

Þetta þýðir að hreyfigreining er gerð aðgengileg fyrir alla — engir skynjarar, engin hlaupabretti, aðeins myndband.

Einfaldlega hlaðið upp úr símanum eða myndasafninu

Knapar og þjálfarar eru oft með síman fullan af myndbrotum: kraftmiklum gangtegundum, fallegum hreyfingum — og stundum smá mistökum sem þeim langar að skoða aftur. Nú verður hvert myndband að tækifæri til að læra.

Með SmartHorse er ferlið einfalt:

  1. Farðu á app.alendis.com
  2. Hladdu upp eins mörgum myndböndum og þú vilt
  3. Sjáðu myndböndin greind sjálfvirkt á örfáum sekúndum

Hægt er að raða myndböndum í möppur eftir hesti, tímabili eða þjálfunarmarkmiðum — fullkomið til að fylgjast með þróunina yfir lengri tíma.

Þróunarteymi Alendis er með margt í pokahorninu og heilmarkt framundan. Undirbúningur er nú þegar hafið á A2 líkaninu, og þegar það kemur út þá uppfærast öll myndböndin þín í safninu sjálfkrafa með okkar nýjustu tækni.

Nýjustu fréttir

See More

WR Reykjavíkurmeistaramótið í Fák setur heimsmet í stærð íþróttamóts á íslenskum hestum

Mikið gleðiefni Knapar á Reykjavíkurmeistaramóti hafa sett nýtt met í skráningarfjölda, því alls urðu skráningar 1027!

Reiðdómar og holla röðun á Hellu 4. júni

Vegna veðurs verður þéttur reiðdómadagur í dag 4. Júní á Hellu. Búið er að raða í holl og hefst dagskrá stundvíslega klukkan 08.00

Reiðdómum á Hólum aflýst vegna veðurs

Reiðdómum á Hólum aflýst vegna veðurs

Alendis
Fill the form to become member.
Select Any Year Below