BREEDING24/01/2025

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024: Tölur og þróun

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024: Tölur og þróun

Árið 2024 voru flutt út 1.318 íslensk hross.
Upplýsingar úr WorldFengur varpa ljósi á áhugaverðar tölur um aldur, tamningu og verðmæti útfluttra hrossa.

Aldur þeirra hrossa sem flutt eru út spanna breitt bil en flest eru á aldrinum 4-8 vetra eða um 58%. Y

ngri en 4 vetra 22% og eldri en 8 vetra 20%.

Athygli vekur að 90% af veturgömlum folum voru ógeltnir samkvæmt skráningu í WorldFengur við útflutning, og einungis 15% útfluttra hrossa höfðu verið sýnd í kynbótadóm á Íslandi.

Meðalverð útfluttra hrossa árið 2024 var um 1.056.113 krónur

Um 33% útfluttra hrossa höfðu skráð DNA-sýni til staðfestingar á ættfræði.

89% sýna voru staðfest í báðar ættleggir.

Þessar tölur varpa ljósi á mikilvæg atriði sem snerta íslenska hrossarækt og útflutning, en einnig gefa þær færi á frekari greiningu á þróun í greininni. Með áframhaldandi þróun á WorldFengur má búast við aðgangi að enn betri rauntímaupplýsingum til að styðja við ræktunarstarfið.

Nýjustu fréttir

See More

WR Reykjavíkurmeistaramótið í Fák setur heimsmet í stærð íþróttamóts á íslenskum hestum

Mikið gleðiefni Knapar á Reykjavíkurmeistaramóti hafa sett nýtt met í skráningarfjölda, því alls urðu skráningar 1027!

Reiðdómar og holla röðun á Hellu 4. júni

Vegna veðurs verður þéttur reiðdómadagur í dag 4. Júní á Hellu. Búið er að raða í holl og hefst dagskrá stundvíslega klukkan 08.00

Reiðdómum á Hólum aflýst vegna veðurs

Reiðdómum á Hólum aflýst vegna veðurs

Alendis
Fill the form to become member.
Select Any Year Below