LIFE02/06/2025

Sörli tekur vel á móti ykkur í nýrri reiðhöll þann 4. júni

Sörli tekur vel á móti ykkur í nýrri reiðhöll þann 4. júni

Á miðvikudaginn 4. júní fagna Sörlafélagar, þegar ný reiðhöll félagsins verður formlega tekin í notkun.

Athöfnin fer fram 4. júní kl. 17:00 við hesthúsasvæðið í nýrri reiðhöll Sörla, Sörlaskeiði 13a og er öllum opin.
Þar sem fram koma nokkrir Sörlafélagar. Stefán Már Gunnlaugsson prestur og Sörlafélagi mun blessa mannvirkið. Að því loknu afhendir verktakafyrirtækið Eykt reiðhöllina formlega til Hafnarfjarðarbæjar.
Bæjarstjórinn tekur við lyklunum og afhendir formanni Sörla, sem tekur við höllinni fyrir hönd félagsins.

Opið hús og léttar veitingar
Húsið verður opið til kl. 19:00 þar sem gestir geta skoðað aðstöðuna og spurt spurninga um starfsemi félagsins. Boðið verður upp á léttar veitingar í anddyri hallarinnar.

Stórt skref fyrir hestamennsku í Hafnarfirði
„Þetta er gríðarlega mikilvæg viðbót fyrir allt hestafólk á svæðinu,“ segir formaður Sörla. „Reiðhöllin mun lengja tímabilið, bæta æfingaaðstæður og skapa vettvang fyrir fjölbreyttar sýningar og námskeið.“

Allir eru velkomnir að fagna áfanganum með Sörlafélögum.
Áfram Sörli!

Mynd fengin frá Sörla
Mynd fengin frá Sörla
Mynd fengin frá Sörla

Nýjustu fréttir

See More

WR Reykjavíkurmeistaramótið í Fák setur heimsmet í stærð íþróttamóts á íslenskum hestum

Mikið gleðiefni Knapar á Reykjavíkurmeistaramóti hafa sett nýtt met í skráningarfjölda, því alls urðu skráningar 1027!

Reiðdómar og holla röðun á Hellu 4. júni

Vegna veðurs verður þéttur reiðdómadagur í dag 4. Júní á Hellu. Búið er að raða í holl og hefst dagskrá stundvíslega klukkan 08.00

Reiðdómum á Hólum aflýst vegna veðurs

Reiðdómum á Hólum aflýst vegna veðurs

Alendis
Fill the form to become member.
Select Any Year Below